Austurtúnsliðið
Myndageymslan okkar


Færslur: 2008 Nóvember

26.11.2008 22:54

Ótitlað

Gott kvöld, af okkur er þetta helst að frétta: Una og Kristinn eru bæði lasin eru með pestina sem tekur viku að ganga yfir. Þau eru orðin heldur pirruð á inniverunni en lagast þegar þau fá gotterí og kók í smástund allavega. Emil hefur sem betur fer sloppið við öll veikindi og er komin með herbergi í kjallaranum sem er mun stærra og flottara en gamla herbergið. Þannig að Una og Kristinn eru komin með sérherbergi og vonast ég til að þau jafnvel sofi þar einhverntíman. Boli er hress en hann hefur ekkert komist út í göngu vegna tímaleysis eiganda og þarf breytingu þar á sem verður fljótlega. Komnar nýjar myndir af kjallarherberginu og kertagerðinni ásamt að sjálfsögðu börnunum og hundinum.

Kær kveðja Heiða

14.11.2008 18:37

Ótitlað

Góðan dag. Ég var að setja inn 2 myndbönd af Unu þar sem hún syngur nokkur lög, það sést ekkert þar sem við földum myndavélina svo ekki láta ykkur bregða. Bara hlusta og njóta. Einnig setti ég inn myndir, samt ekki af kertum þær koma bara næst.

Kv. Heiða

03.11.2008 21:22

Afmæli

Ég á afmæli í dag og vildi bara óska sjálfri mér innilega til hamingju með daginn. Veðrið er ógeðslegt, blautt og vindasamt. Ætla að halda veislu mér til heiðurs á eftir og bjóða eingöngu upp á megrunarrétti þar sem mér finnst allir vera orðnir svo feitir. Er enn að jafna mig eftir helgina en það var tekið feitt á því og þar af leiðandi er ég komin í stífa megrun. en allavega þá á ég nóg af kaffi ef einhver vill kíkja á mig í dag eða kvöld.

Kv. Heiða

  • 1
Flettingar í dag: 165
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 3
Gestir í gær: 3
Samtals flettingar: 4056
Samtals gestir: 2730
Tölur uppfærðar: 16.7.2025 15:39:01

21 ára

atburður liðinn í

9 ár

10 daga

12 ára

atburður liðinn í

9 ár

10 ára

atburður liðinn í

8 ár

9 mánuði

1 dag

43 ára

atburður liðinn í

8 ár

9 mánuði

23 daga



Eldra efni

Um mig

Nafn:

Heiða, Kalli, Emil, Arndís Una og Kristinn Jón

Farsími:

861-4476

Afmælisdagur:

3.nóv, 23. sept. 6.júlí, 16.júlí, 15.okt.

Heimilisfang:

Hólmavík

Tenglar