Jæja halló, allt er gott að frétta héðan börnin góð og hundurinn viljugur í gönguferðir. Efast ekkert um að ég léttist um einhver 20 kg á árinu, er svo mikið að hreyfa mig ;) Ef ég er ekki að leika við hundinn þá við börnin og ef ekki þau þá leik ég við Kalla. Boli er orðinn húsvanur heima hjá sér en ég er ekki viss hvernig hann væri á öðrum stöðum en það kemur nú bara í ljós þegar ég flækist um allt land með hann. Þetta er nú bara smá piss og einfalt að þrífa það upp. Veit að mamma og Hrund bíða spenntar eftir næstu Reykjavíkurferð. Nú svo er náttúrúlega soldið einfaldara að skreppa með hann undir fjöllin en þá getur hann verið mestmegnis úti og ég gæti trúað því að tengdaforeldrar mínir vilji eiga hann eftir að hafa umgengist hann smástund og sjá hvað hann er ljúfur og góður.

ohhhh litla krúsibollan
Núna er smiður að nafni Ómar hjá okkur og hann og Kalli eru niðri í kjallara að útbúa herbergi handa Emil eða bara gestaherbergi ef Emil vill ekki vera langt frá okkur fjölskyldunni og eru komnar inn myndir fyrir breytingu, síðar mun ég setja mynd eftir breytingu. Já og svo erum við að spá í að biðja hann Ómar um að smíða forstofuskáp og kannski skáp utan um þvottavélina og þurrkarann.
Bless bless í bili