Austurtúnsliðið
Myndageymslan okkar


Færslur: 2008 Maí

15.05.2008 17:48

BLOGG

Frá einkaritaranum :

Heimilishald í Austurtúni er í upplausn - húsmóðirin er á kafi í prófaundirbúningi.  Einkaritarinn hefur fengið fjölmörg skeyti um að skrifa nú eitt blogg þar sem það er liðinn rúmur mánuður frá síðustu skrifum maddömunnar sjálfrar og tók ég þeirri áskorun með glöðu geði.

En það sem er helst í fréttum er :

Kalli er búinn með bílskúrinn, vinnur á Fiskmarkaði og þeytist um á torfæruhjóli þegar tími gefst til.
Heiða kom ekkert að byggingu bílskúrsins en er að undirbúa sig undir próf í stærðfræði og íslensku en hún er, eins og alþjóð veit, í Versló (held ég)
Emil stundar skólann af kappi, þeytist út um allar trissur á torfæruhjóli með Kalla og á kærustu (hehe).
Arndís Una ljúflingur er allaf sami dugnaðarforkurinn, hjálpsöm og elskuleg.
Kristinn Jón er göngugarpur mikill og elskar að vera úti.  Horfna tönnin er á hægri niðurleið og hann er nánast búinn að ná þyngd systur sinnar.

Hef ekkert kíkt á gæludýrin á heimilinu og hef því ekki hugmynd um hvað þau eru að dunda sér við.

laekjarbrekka.is birtir svo nokkrar myndir af minnstu börnum heimilisins annað slagið en það er aldrei að vita nema undirrituð setji inn myndir af heimilisfólki svona vikulega svo fjarstaddir ættingjar og vinir gleymi ekki hvernig þetta lið er útlítandi :)

End of story
  • 1
Flettingar í dag: 90
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 3
Gestir í gær: 3
Samtals flettingar: 3981
Samtals gestir: 2728
Tölur uppfærðar: 16.7.2025 15:17:28

21 ára

atburður liðinn í

9 ár

10 daga

12 ára

atburður liðinn í

9 ár

10 ára

atburður liðinn í

8 ár

9 mánuði

1 dag

43 ára

atburður liðinn í

8 ár

9 mánuði

23 daga



Eldra efni

Um mig

Nafn:

Heiða, Kalli, Emil, Arndís Una og Kristinn Jón

Farsími:

861-4476

Afmælisdagur:

3.nóv, 23. sept. 6.júlí, 16.júlí, 15.okt.

Heimilisfang:

Hólmavík

Tenglar