10.03.2008 21:43
Jæja, langt síðan síðast, í fréttum er það helst að ég fékk gleraugu en sé nú alveg kolvitlaust með þeim. Veggirnir verða skakkir og skældir og myndirnar á veggjunum mjókka allar niður. Á eftir að hafa samband við þann sem seldi mér gleraugun og krefjast lagfæringar á þessu ekki seinna en strax. Mikið rosalega verð ég orðin pirruð þegar ég loksins hringi á staðinn.
Við hjónaleysin skelltum okkur á góugleði hér á Hólmavík og var ég langglæsilegust og fallegust eins og venjulega. Kalla til mikillar gleði var hann kosinn í næstu nefnd og verður glatt á hjalla þá!
Börnin eru búin að vera nokkuð góð bara, engin sérstök veikindi bara svona smá skot. Arndís Una nennir ekki að leika við Kristin Jón en hún hefur mikinn áhuga á að leika við hana Emmu sem er jafngömul Kristni. Emil þarf ekkert að læra heima í þessari viku þar sem bekkurinn hans er að undirbúa sig fyrir árshátíð skólans og æfa leikrit. Það eina sem hann þarf að gera er að leggja línuna sína á minnið.
Kalli keypti sér snjósleða sumsé vélsleða af tryggingaruppboði og er búinn að gera hann upp. Hann er líka búinn að bruna upp á fjöllin hér í kring og er ekki lengi að því. Þessi sleði er núna til sölu!! Stórhættuleg tæki.
Nýjar myndir hér til hliðar
Lifið heil