Austurtúnsliðið
Myndageymslan okkar


Færslur: 2008 Febrúar

21.02.2008 21:48

Í skólanum

Hæ hæ, er bara að láta vita af mér. Er í skólanum núna að stelast til að blogga, vona að Stína kennari sjái mig ekki úpps hún sá.
 Allt er gott að frétta, fingurinn er alveg að gróa, er að fara að fá mér gleraugu þar sem ég sé ekkert og að sjálfsögðu mun mynd fylgja með því.

Trallala æði fór í vax í dag og Igga hafði gaman af að rífa af mér hárin en hún er svona sadisti og fær kikk út úr að kvelja mig aðallega.

Fékk skólaleiði í næstum 2 vikur og hætti að læra og skrópaði í skólanum en er komin með æði fyrir skólanum aftur hallelúja.

Kv. Heiða

14.02.2008 12:39

Valentínusardagur



Þetta er mynd af baugfingri hægri handar hjá mér en hann er farinn að mynda sár af löngun í hring??

Allavega þá er ástardagurinn mikli í dag og ég fékk að sjálfsögðu kveðju í morgun frá henni Steinu minni og að sjálfsögðu fékk hún kveðju til baka. Hann Kalla hef ég ekki séð síðan kl 8 í morgun þar sem hann er útí skúr að dunda sér.

Í gær var íþróttahátíð Grunnskólans upp í íþróttaheimili og ég að sjálfsögðu mætti þangað, sá og sigraði. Tók myndir af atburðinum sem því miður var eytt fyrir mistök og er ég búin að gráta mjög.

Allir eru hressir, Emil er búinn að vera í prófum þessa viku sem hann lærði ekki fyrir (lærði bara fyrir eitt próf) og hann er í fríi á morgun. Við Kalli erum að spá í að fara til útlanda einhvern tíman og vantar bara pössun fyrir börnin og fiskana á meðan. Áhugasamir hafi samband bara hér fyrir neðan........

Fleira er ekki að sinni, verið þið sæl

10.02.2008 15:55

Börnin

Bara láta vita nýjustu fréttir af börnunum en núna er Emil hraustur bara með smá hósta, Kristinn er ekki með háan hita bara einhverjar kommur svona en hún Arndís Una sem ég hafði svo mikla trú á er veik. Hár hiti og beinverkir og ég sem hélt að hún myndi sleppa en jæja svona fór það.


Sjáið bara hvað kallinn er hress



 Soldið slöpp




Kristinn ágætlega hress að borða

Jæja þá er nóg komið af blaðri
sjáumst hress
Heiða

09.02.2008 15:01

Laugardagur

Jæja er heima soldið þunn, fór til Kristjönu í gærkvöldi með hvítvínsbeljuna mína sem lá undir skemmdum. Nú Kristjana átti líka hvítvínsbelju sem þurfti nauðsynlega að klára og við fengum Stínu yfir til að hjálpa til. Allt gekk rosalega vel hjá okkur og allt hvítvín kláraðist, er alveg ofboðslega fegin að allt hafi gengið eftir áætlun. Við fórum á rosa trúnó og grétum og hlógum til skiptis en vorum truflaðar af Kalla og Gunnari Braga sem ruddust inn. Býst við að trúnóið haldi áfram í kvöld eða á morgun.

GB á afmæli á morgun og er búinn að bjóða öllu þorpinu í partý til sín í kvöld, ætla að reyna að kíkja ef Emil nennir að passa aftur. Hann verður með svaka bollu í boðinu sem ég mun ekki smakka þar eð ég ætla að vera á bíl og er líka frekar heilbrigð á líkama og sál. En eins og allir vita eru bara fáráðlingar sem drekka bollu

Að lokum vil ég óska Unni frænku minni til hamingju með afmælið en hún er 19 ára í dag. Til hamingju Unnur þú ferð bara bráðum að ná mér en ég er 25 ára..........

Fólk er fífl.

Kveðja
Heiða 

ps.skrifa kannski eitthvað um börnin á morgun

08.02.2008 10:13

Veikindi og snósleðar

 Stóri strákurinn er búinn að vera veikur í viku núna og litli strákurinn byrjaði á sínum veikindum í gær. Stelpan hins vegar er fílhraust alveg eins og móðir sín

Pabbinn er í bílskúrnum hjá Óla og Láru að gera við snjósleðaruslið sem hann keypti á tryggingaruppboði í Reykjavík. Hlakka til þegar hann kemst í lag þar sem ég mun selja hann um leið. Vona að það fari að rigna svo að allur snjór fari og snósleðalúðarnir á staðnum hætti að keyra fram hjá húsinu mínu með tilheyrandi hávaða og látum. Finnst þeir ætti bara að semja sitt eigið lag frekar en að láta herra Jólaskraut 2007 sjá um það. En jæja nóg um það ætla samt að kynna strandatröllalagið fyrir Jóni Gnarr og athuga hvort ekki sé áhugi að hafa það með á næstu Tvíhöfðaplötu.

Bless bless í bili

06.02.2008 14:19

Heil og sæl

Já halló og gleðilegt ár og þannig. Veit að það er rosalega langt síðan ég bloggaði en svona er bara lífið en allavega þá setti ég nýjar myndir inn um daginn en átti eftir að merkja þær. Þessar myndir eru semsagt að mestu teknar af Unu sem er mjög góður myndasmiður eins og sjá má.

Er enn í Grunnmenntaskólanum og komin í fjarnám líka skráði mig í stæ 102 enn og aftur og ísl 203 og er nokkuð vongóð með mig. Ætla að skipta um lykilorð þar sem mér finnst orðið banani leiðinlegt.

Yfir og út

Heiða
  • 1
Flettingar í dag: 90
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 3
Gestir í gær: 3
Samtals flettingar: 3981
Samtals gestir: 2728
Tölur uppfærðar: 16.7.2025 15:17:28

21 ára

atburður liðinn í

9 ár

10 daga

12 ára

atburður liðinn í

9 ár

10 ára

atburður liðinn í

8 ár

9 mánuði

1 dag

43 ára

atburður liðinn í

8 ár

9 mánuði

23 daga



Eldra efni

Um mig

Nafn:

Heiða, Kalli, Emil, Arndís Una og Kristinn Jón

Farsími:

861-4476

Afmælisdagur:

3.nóv, 23. sept. 6.júlí, 16.júlí, 15.okt.

Heimilisfang:

Hólmavík

Tenglar