Austurtúnsliðið
Myndageymslan okkar


Færslur: 2007 Desember

23.12.2007 00:00

Glænýjar myndir

Þetta er tilkynning aðallega samt til móður minnar um að það séu komnar nýjar myndir í myndaalbúmið hér til hliðar.........

Annars allt fínt að frétta, búin að redda jólunum, núna fer ég bara að skreyta tréð og baða börnin......... Gleðileg jól

17.12.2007 10:25

Undirbúningurinn

Sælir, aðdáendur Heiðu og Kalla.
    Ritarinn mættur enn á ný, en ég fékk neyðarkall úr austrinu og beðin að blogga pínulítið fyrir austurlendingana. Þau eru gjörsamlega að drukkna í jólaundirbúningi ársins og hyggja á sína þriðju bæjarferð næstu daga, til jólagjafakaupa. Þær verða all svakalegar jólagjafirnar frá þeim í ár, ég er orðin svoooooo spennt.
   Baðherbergismálin ganga vel hjá þeim en væntanlega mun fjölskyldan þó halda áfram að stunda sjóböð eitthvað fram yfir áramót..... Það þarf nefninlega að byggja við húsið til að koma hornbaðkarinu á réttan stað.
Barnafréttir :
    Emil lék á gítar á tónleikum í kirkjunni við góðar undirtektir í síðustu viku. Hann passar nú loks í nýju jakkafötin sem móðir hans verslaði fyrir hann um árið (2001) og þau eru ekkert komin úr tísku. Það verður líka gaman að sjá hann í purpulrauðu jakkafötunum sem munu væntanlega passa þegar hann verður 26 ára.
    Arndís Una er hress og kát eins og alltaf, elskar að syngja og dansa og skottast. Hún stundar leikskólann af kappi og leikur við vini sína. Hún er nákvæmlega ekkert hrædd við Grýlu þrátt fyrir miklar væntingar þar um. Ég held hún hljóti að fá í skóinn, ekki að hún sé endilega stilltust, en hún er bara sætust og skemmtilegust.
    Kristinn Jón er bara góður, þó eyrnabólga hafi hrjáð hann upp á síðkastið. Hann er mjög stöðugur og trítlar um allt og skoðar allt. Foreldrarnir standa nú í harðvítugri deilu um hvort eigi að senda sveininn í klippingu fyrir þessi jól eða ekki. Heiða vill láta klippa lokkana og setja nokkrar strípur en Kalli vill leyfa hárinu að vaxa svo hægt sé að setja í hann dreadlocks í vor.  Héraðsdómur fjallaði um málið og úrskurðaði að drengurinn skuli snoðaður, málinu var skotið til Hæstaréttar.....

13.12.2007 11:14

Flutningar

Jæja þá erum við flutt heim til Láru í nokkra daga á meðan Kalli gerir upp baðherbergið. Fluttum á Laugardeginum 8.des sem er til lukku og einmitt þá um kvöldið skelltum við okkur á ball, með bestu barnapössun í bænum vorum við nokkuð örugg með að þurfa ekki að fara snemma heim , Nú morguninn eftir þá sá Unnur frænka mín um litlu börnin mín og stóð hún sig með prýði, takk takk Unnur. Sunnudeginum var að mestu eytt í leti og ekki var mikið gert við baðherbergið þá en við unnum það upp á mánudeginum. Í dag er fimmtudagur og hálft baðherbergið er flísalagt og ætlum við að flytja í kvöld aftur heim, vona bara að heimilsfólkið á Kópnesbrautinni sakni okkar ekki of mikið en það er nú alltaf hægt að droppa við og fá kaffisopa hjá okkur.

En allavega þá ætla ég að setja inn myndir af flottustu jólaskreytingunni hér á Hólmavík seinna í dag eða í kvöld og ég veit að þið verðið að þið verðið hrifin..........
  • 1
Flettingar í dag: 165
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 3
Gestir í gær: 3
Samtals flettingar: 4056
Samtals gestir: 2730
Tölur uppfærðar: 16.7.2025 15:39:01

21 ára

atburður liðinn í

9 ár

10 daga

12 ára

atburður liðinn í

9 ár

10 ára

atburður liðinn í

8 ár

9 mánuði

1 dag

43 ára

atburður liðinn í

8 ár

9 mánuði

23 daga



Eldra efni

Um mig

Nafn:

Heiða, Kalli, Emil, Arndís Una og Kristinn Jón

Farsími:

861-4476

Afmælisdagur:

3.nóv, 23. sept. 6.júlí, 16.júlí, 15.okt.

Heimilisfang:

Hólmavík

Tenglar