Austurtúnsliðið
Myndageymslan okkar


Færslur: 2007 Nóvember

14.11.2007 00:04

Jólin

Ritarinn ógurlegi mættur á svæðið á ný skv. beiðni dívunnar og ætlunin er að tæpa á því helsta sem hefur verið á döfinni síðustu daga.
Ákveðið var að breyta lykilorði inn á síðuna til að tryggja einkalíf fjölskyldunnar þar sem skuggalegur fjöldi heimsókna var skráður á síðuna.
Mjög arðbær viðskipti áttu sér stað þegar fjölskyldan fjárfesti í fjórum gúbbífiskum ásamt búri og tilheyrandi græjum.  Strax á öðrum degi margfaldaðist fiskfjöldinn þegar ógrynni af sæðum... nei seyðum fór að synda um búrið.
Kristinn Jón er nú orðinn enn öruggari með sig á röltinu.  Hann er svo sniðugur að hann notar bumbuna sem jafnvægisslá þannig að það er tilgangur með þessari miklu matarlyst drengsins.  Foreldrar hans voru mjög rausnarlegir og splæstu á hann 66 gráður norður flísgalla, dökkbrúnum að lit.
Arndís Una fékk líka fatnað frá 66 gráðum norður, ljósbrúna flíspeysu.  Emil litli fékk svo ekki nokkurn skapaðan hlut.....
Ekki var farið með börnin á leikskóla í dag þar sem börnin voru frekar þreytt eftir ferðalag gærdagsins en stefnt er á að fara með þau í býtið í fyrramálið.  Ritarinn vill hvetja fólk til að skoða heimasíðu leikskólans 123.is/laekjarbrekka en þar sjást Arndís og Kristinn í leik og starfi.
Húsmóðirin fór í skólann í kvöld og lærði þar smá ensku á meðan húsbóndinn gætti barna og eldaði matinn (held ég).
Fleira er ekki að frétta í dag.

05.11.2007 12:48

Afmælisball

Já ég skellti mér á ball sem var haldið í tilefni afmælisins míns, það var á Cafe Riis. Mikil kátína var við völd, Kalli sýndi á sér mörina sem vakti mikla hrifningu hjá kvenþjóðinni sérstaklega hjá fólki sem leggur mikla rækt við líkama sinn. Ætla nú ekkert að nafngreina neinn oseisei

Það var nú svo skrítið að ég bar af öllum þetta kvöld vegna fegurðar minnar og yndisþokka en ég var natural eins og venjulega (natural =ómáluð) jafnframt var ég í gönguskónum hennar Sigfríðar eða Sísíar eins og hún kýs að láta kalla sig  Etir ball var haldið í sérstakt afmælispartý sem var haldið mér til heiðurs og var ég þar til 6 en þá tók Kalli mig upp og hélt á mér heim. Ég var hálfmeðvitundarlaus út af öllu áfenginu sem var þröngvað upp á mig í tilefni afmælis míns.

En allavega þá skemmti ég mér mjög vel þrátt fyrir meðvitundarleysið og langar til að koma á framfæri þakklæti mínu til allra sem gáfu mér pakka.

ps. ritarinn minn ákvað að taka sér launalaust leyfi og verður hún jafnvel rekin í kjölfarið..........

Góðar stundir

03.11.2007 13:36

Afmælisdagurinn 3. nóvemer 2007

í dag er mikill hátíðisdagur,  Heiða á afmæli í dag

Heiðu hafa borist afmæliskveðjur úr flestum heimshornum og tilskipanir hafa verið sendar opinberum aðilum um að í dag sé opinber fánadagur. 
Í tilefni dagsins er stórveisla að Austurtúni 1 og hefst móttaka veislugesta kl. 15 stundvíslega með áfengum kokteil og snittum.
Fjörið mun svo halda áfram á Café Riis fram eftir nóttu þar sem afmælisbarnið verður með danssýningu stundvíslega kl. 01:00. 
Þess má geta að afmælisbarnið er orðið mjög fit og flott eftir Garpasund vetrarins og ætlar í því tilefni að skarta nýja mjög stutta pilsinu sínu.

Aðrar fréttir úr húsinu eru eftirfarandi :
  • Kalli er sífellt á gröfunni út í kirkjugarði að grafa skurði og þykir okkur þetta afar dularfullt áhugamál og erum við stöðugt á varðbergi.
  • Kristinn litli er að ná sér af pestinni og þegar ritari kíkti í húsið á föstudagskvöld hafði drengurinn tekið um 9 skref óstuddur.  Til hamingju með það litli kall.
  • Arndís Una unir sér hið besta á leikskólanum og það er gaman að skoða myndir af þessu sakleysislega andliti á heimasíðu leikskólans.  Móðir hennar tjáði mér í símtali að hún hafi einungis rekið upp eitt morgunöskur á föstudeginum og telst það til tíðinda.
  • Emil afrekaði það að læra eftir skóla á föstudag og var umbunað með Ísafjarðarferð, en nánast öll börn bæjarins dveljast þar um helgina í þeim tilgangi að spila fótbolta.
  • Fleiri íbúar eru nú ekki í þessu húsi en skorað er á Kalla að leggjast nú hjá Heiðu í tilefni dagsins og þá er aldrei að vita nema fleiri íbúar bætist við í húsið.  Nú ef ekki þá mæli ég með því að þið fáið ykkur kött.
Ritarinn kveður.



01.11.2007 23:12

Kristinn litli lasinn

Ritarinn skrifar :
Hef verið ráðin ritari bloggsíðurnnar Heidacool en ekki hefur verið gerður samningur um gerð bloggsins, hvort síðan á að vera jolly og fun eða þurr og leiðinleg. Launakjör verða samkvæmt taxta forsetaritara.
Helstu fréttir úr húsinu eru :
Kristinn Jón er lasinn í dag og heimilisfólkið í Austurtúninu skiptist á að reyna að hafa ofan fyrir barninu. 
Heiða fór í skólann og stóð sig að eigin sögn með prýði í enskunáminu. (annað en sumir) Hún fékk sér kjötbollur í kvöldmat.
Karl gætti barna og bús eftir að hafa sinnt Fiskmarkaðinum, fékk reikning frá KSH og langar i jeppa.
Emil er orðinn hress eftir smá lasleika og fer væntanlega á Ísafjörð um helgina eins og hin börn bæjarins.
Arndís Una fékk Veigu í heimsókn eftir leikskóla og dunduðu þær sér saman í klukkutíma.
Annars allt með kyrrum kjörum í Austurtúninu.
Ritarinn kveður.
  • 1
Flettingar í dag: 165
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 3
Gestir í gær: 3
Samtals flettingar: 4056
Samtals gestir: 2730
Tölur uppfærðar: 16.7.2025 15:39:01

21 ára

atburður liðinn í

9 ár

10 daga

12 ára

atburður liðinn í

9 ár

10 ára

atburður liðinn í

8 ár

9 mánuði

1 dag

43 ára

atburður liðinn í

8 ár

9 mánuði

23 daga



Eldra efni

Um mig

Nafn:

Heiða, Kalli, Emil, Arndís Una og Kristinn Jón

Farsími:

861-4476

Afmælisdagur:

3.nóv, 23. sept. 6.júlí, 16.júlí, 15.okt.

Heimilisfang:

Hólmavík

Tenglar