Austurtúnsliðið
Myndageymslan okkar


05.11.2007 12:48

Afmælisball

Já ég skellti mér á ball sem var haldið í tilefni afmælisins míns, það var á Cafe Riis. Mikil kátína var við völd, Kalli sýndi á sér mörina sem vakti mikla hrifningu hjá kvenþjóðinni sérstaklega hjá fólki sem leggur mikla rækt við líkama sinn. Ætla nú ekkert að nafngreina neinn oseisei

Það var nú svo skrítið að ég bar af öllum þetta kvöld vegna fegurðar minnar og yndisþokka en ég var natural eins og venjulega (natural =ómáluð) jafnframt var ég í gönguskónum hennar Sigfríðar eða Sísíar eins og hún kýs að láta kalla sig  Etir ball var haldið í sérstakt afmælispartý sem var haldið mér til heiðurs og var ég þar til 6 en þá tók Kalli mig upp og hélt á mér heim. Ég var hálfmeðvitundarlaus út af öllu áfenginu sem var þröngvað upp á mig í tilefni afmælis míns.

En allavega þá skemmti ég mér mjög vel þrátt fyrir meðvitundarleysið og langar til að koma á framfæri þakklæti mínu til allra sem gáfu mér pakka.

ps. ritarinn minn ákvað að taka sér launalaust leyfi og verður hún jafnvel rekin í kjölfarið..........

Góðar stundir

03.11.2007 13:36

Afmælisdagurinn 3. nóvemer 2007

í dag er mikill hátíðisdagur,  Heiða á afmæli í dag

Heiðu hafa borist afmæliskveðjur úr flestum heimshornum og tilskipanir hafa verið sendar opinberum aðilum um að í dag sé opinber fánadagur. 
Í tilefni dagsins er stórveisla að Austurtúni 1 og hefst móttaka veislugesta kl. 15 stundvíslega með áfengum kokteil og snittum.
Fjörið mun svo halda áfram á Café Riis fram eftir nóttu þar sem afmælisbarnið verður með danssýningu stundvíslega kl. 01:00. 
Þess má geta að afmælisbarnið er orðið mjög fit og flott eftir Garpasund vetrarins og ætlar í því tilefni að skarta nýja mjög stutta pilsinu sínu.

Aðrar fréttir úr húsinu eru eftirfarandi :
  • Kalli er sífellt á gröfunni út í kirkjugarði að grafa skurði og þykir okkur þetta afar dularfullt áhugamál og erum við stöðugt á varðbergi.
  • Kristinn litli er að ná sér af pestinni og þegar ritari kíkti í húsið á föstudagskvöld hafði drengurinn tekið um 9 skref óstuddur.  Til hamingju með það litli kall.
  • Arndís Una unir sér hið besta á leikskólanum og það er gaman að skoða myndir af þessu sakleysislega andliti á heimasíðu leikskólans.  Móðir hennar tjáði mér í símtali að hún hafi einungis rekið upp eitt morgunöskur á föstudeginum og telst það til tíðinda.
  • Emil afrekaði það að læra eftir skóla á föstudag og var umbunað með Ísafjarðarferð, en nánast öll börn bæjarins dveljast þar um helgina í þeim tilgangi að spila fótbolta.
  • Fleiri íbúar eru nú ekki í þessu húsi en skorað er á Kalla að leggjast nú hjá Heiðu í tilefni dagsins og þá er aldrei að vita nema fleiri íbúar bætist við í húsið.  Nú ef ekki þá mæli ég með því að þið fáið ykkur kött.
Ritarinn kveður.



01.11.2007 23:12

Kristinn litli lasinn

Ritarinn skrifar :
Hef verið ráðin ritari bloggsíðurnnar Heidacool en ekki hefur verið gerður samningur um gerð bloggsins, hvort síðan á að vera jolly og fun eða þurr og leiðinleg. Launakjör verða samkvæmt taxta forsetaritara.
Helstu fréttir úr húsinu eru :
Kristinn Jón er lasinn í dag og heimilisfólkið í Austurtúninu skiptist á að reyna að hafa ofan fyrir barninu. 
Heiða fór í skólann og stóð sig að eigin sögn með prýði í enskunáminu. (annað en sumir) Hún fékk sér kjötbollur í kvöldmat.
Karl gætti barna og bús eftir að hafa sinnt Fiskmarkaðinum, fékk reikning frá KSH og langar i jeppa.
Emil er orðinn hress eftir smá lasleika og fer væntanlega á Ísafjörð um helgina eins og hin börn bæjarins.
Arndís Una fékk Veigu í heimsókn eftir leikskóla og dunduðu þær sér saman í klukkutíma.
Annars allt með kyrrum kjörum í Austurtúninu.
Ritarinn kveður.

29.09.2007 10:01

Guðleg forsjá

Jæja þá er búið að skíra barnið sem er dauðfegið því að vera komið í kristinna manna tölu. Hann heitir þá bara Hreggviður Ófeigur Jón :) En allavega þá var skírnarathöfnin akkúrat eins og ég hafði hugsað mér hana einföld og stutt, barnið grét ekkert en þess í stað röflaði hann bara þegar presturinn talaði en það var nú bara sætt. Það eru komnar myndir af atburðinum sumar ekki í fókus en svona er þetta bara.

Lifið heil

21.08.2007 21:33

Enskuþýðing

Hello
i am from Iceland and I don not speak very good English but I am gun a tray :)
I by a toy in Iceland from fisher price ,,little people,, and dora explorer and this toy are maid in China 2002-2007.
One Dora explorer vas bay in Spain and made 2002 (the small one) and the big one I think in Iceland but I am not sure made 2003.
Are something wrong this toy or?????
What can I do??
Can I talk to some body in Iceland so I can anther stand this better????

I hope you can anther stand what I am writing :)
And thank you

Sökka feitt í ensku :( getur einhver hjálpað mér???

Þetta er fyrir þá sem stunda ekki barnalandið, ég grenjaði og gargaði og gólaði úr hlátri og aumingja Kalli fékk næstum hjartastopp......

Halló,
Ég er frá Íslandi og ég er mafíuforingi sem talar ekki mjög góða ensku, en ég er byssa á bakka.
Ég er hjá leikfangi á Íslandi frá Fisher Price, litla fólk og Dóra landkönnuður og þetta leikfang er þjónustustúlka í Kína á árunum 2002-2007.
Ein Dóra landkönnuður var strönd á Spáni og náði 2002 (sú litla) og um þá stóru hugsa ég á Íslandi en er ekki viss um að hafi náð 2003.
Eru eitthvað að þessu leikfangi eða?????
Get ég talað við eitthvað lík á Íslandi svo ég geti anther staðið þetta betur?????

Ég vona að þú getir anther staðið það sem ég skrifa :)

Og svo var gert grín að manneskjunni sem kunni ekki ensku þá gargaði ég aftur og Kalli er að jafna sig núna

Bæjó


13.08.2007 14:01

Ótitlað

Jæja þá ætla ég loksins að blogga smá eftir langan tíma. En í fréttum er það helst að við fluttum í "nýja" húsið fyrir svona 1 1/2 mánuði síðan, ég hélt upp á afmælið hennar Unu og bauð öllum krökkum sem eru ári eldri en hún þar sem hún á engan jafnaldra hér og er búin að setja myndir af því inn.
Fórum til Akureyris  (nú fæ ég fullt af kommentum um málfarsvillur)´og vorum í lúxusbústað þar rétt fyrir utan, fórum að heimsækja ömmu í Grenivík og Gunnar frænda.
Loks fórum við á ættarmót í Húnaveri og hittum ættingja Kalla, skoðuðum Blönduvirkjun og skelltum okkur í dýrindis kaffi og tertuhlaðborð.

Bless í bili

11.05.2007 16:57

Tröll

Viðskiptajöfur
Þú ert nýjungagjörn, yfirveguð félagsvera.
Það fyrsta sem viðskiptajöfurinn hugsaði þegar Ólafur og Dorrit trúlofuðust var hvaða áhrif það myndi hafa á gengi íslensku krónunnar. Honum finnst Donald Trump vera svalur... líka peningaklemmur. Hann ætlar, er, var eða vildi að hann hefði verið í Versló - en ekki söngleiknum.

Viðskiptajöfurinn tekur ákvarðanir með heilanum en ekki hjartanu og þarf að hugsa sig um þegar einhver spyr hann: ?Peningana eða lífið!?? Hann hefur stáltaugar og getur lagt allt undir og í framtíðinni verður viðskiptajöfurinn annað hvort moldríkur - eða staurblankur.

Það er toppurinn að vera í teinóttu.

06.05.2007 14:38

Vestfjarðaferð

Skelltum okkur á Ísó í fermingu, leigðum hús á Suðureyri með Oddu, Heklu og Gumma. Rosalega flott hús og allt nýuppgert. Setti inn myndir og alles.

Ps. er búin að nefna......... og getiði nú :)

Kv. Heiða og restin

16.04.2007 09:54

Rólóvellinum bjargað!!

Þá er maður búinn að setja inn myndir af börnunum það eru þarna mjög skemmtilegar myndir af Unu og óskírða barninu sem er 6 mán og 1 dags í dag, finnst ykkur kannski að við ættum að nefna hann einhverju skemmtilegu nafni??

Í gær gerðumst við Kristjana svo djarfar að mála rólóvöllinn eða þ.e.a.s Kristjana, Kalli og Begga. Ég málaði frekar lítið bara eitt stk. bát að utan sko, Kristjana og Begga tóku hann í gegn að innan. En allavega má nú segja að við höfum bjargað rólóvellinum!!! Íhaaa..... Ps. Lýður var líka en þurfti fljótlega að fara í útkall........



Fleiri myndir af þessum merkisviðburði inn í myndaalbúmi...............

25.03.2007 01:53

Brandari

Eitt kvöldið var mér boðið út. Og sko BARA með stelpunum. Ég sagði manninum mínum að ég yrði komin heim um miðnættið. "Ég lofa því!"Jæja, tíminn leið og það var mikið drukkið af kampavíni. Um 3 leytið um nóttina var ég orðin pöddufull, og ég ákvað að drífa mig heim. Um leið og ég gekk inn fyrir dyrnar byrjaði Gauksklukkan okkar að slá (gala), og galaði 3 "kú-kú". Þegar ég heyrði það þá reiknaði ég með að hann myndi vakna, svo að ég "kú-kú- aði" (galaði) 9 sinnum til viðbótar. Ég var ótrúlega stolt af sjálfri mér að komið með þessa snilldarhugmynd, (alveg á perunni), til þess að sleppa við nöldur næsta dag. Daginn eftir spurði maðurinn mig hvenær ég hefði komið heim, og ég sagði honum að ég hefði komið klukkan 12, eins og samið var um. Hann virtist vera sáttur við það, og ég hugsaði: "Hjúkk, ég komst upp með þetta" En þá sagði hann, "Við þurfum að fá okkur nýja klukku". Þegar ég spurði hann hvers vegna, sagði hann: "Sko, í gærkvöldi galaði klukkan þrisvar, sagði síðan, "SJITT", galaði fjórum sinnum til viðbótar, ræskti sig, galaði aftur þrisvar, flissaði, galaði tvisvar sinnum enn, og datt síðan um köttinn og PRUMPAÐI..........

Góumyndir komnar!!!!!

02.03.2007 12:21

Stjörnuspá

Sporðdreki (23. október - 21. nóvember): Þú ert frek og valdasjúk, færð einstök mál á heilann (þráhyggja) og ert því einhæf og hundleiðinleg. Þú ert ímyndunarveik og tortryggin, móðgast útaf engu og gerir úlfalda úr mýflugu. Lífið er annað hvort frábært eða ómögulegt. Þú ert eins og biluð plata, stöðugt að spila sama lagið.  


Svona er ég þá!!!!

Kv. Heiða

 

22.02.2007 09:30

Öskudagur

Jæja er komin með nýja myndavél (loksins) en ég kann ekki aaalveg á hana svo að myndirnar frá öskudegi eru margar hverjar ja hvað skal segja, já óskýrar. Vona samt að þið hafið gaman af þeim, hann Emil er stórglæsilegur sem stelpa og Una sem álfkona en við Kalli og litli Kolbeinn vorum ekki í búningum, ætlum bara að gera það næst :)

Verð að drífa mig á hársnyrtistofuna núna.........

Kv. Heiða

10.02.2007 16:41

Loksins loksins

Jæja þá er ég loksins búin að setja inn fleiri myndir en ástæða þess hve frammistaða mín í blogginu er léleg er vegna þess að það er alltaf svooo goootttt veeeeeðuuur á Hólmavík, ég er sumsé alltaf úti að labba í góða veðrinu með börnin mín.........

Kv. Heiða

13.12.2006 19:24

Nyjar myndir

Jæja fann loksins myndavélina og setti inn fuuuulllt af myndum. En af okkur er það að frétta að við fórum til RVK á dögunum og keyptum allar jólagjafir, en þetta er í fyrsta skipti sem ég hef verið svona tímanlega í þessu. Nú get ég bara slakað á og bakað eða eitthvað kannski dansað soldið en það er eitt af mínum uppáhalds áhugamálum (og Kalla). Best þykir mér að dansa í kringum jólatré og er að fara setja eitt svoleiðis upp á allra næstu dögum. En allavega þá var þetta bara grín með dansinn, ég bara hafði ekkert að segja.

Kv. Heiða

15.11.2006 23:10

Nóvember

Jæja er búin að setja inn fullt af myndum ekki heila myndaseríu af Emil en ég náði þó nokkrum af kallinum. Núna er Arndís Una búin að eignast kind og við erum á fullu að finna nafn á hana, óska eftir tillögum allt kemur til greina sjá myndir í albúmi. Og nei erum ekki búin að finna nafn á yngsta barnið það er smá ágreiningur í gangi (vonandi vinn ég!) Hér er vetraríki og rosalega jólalegt, við kveikjum á kertum á hverju kvöldi og höfum það kósý á kvöldin, nú kemur það sér vel að Lára systir á kertaverksmiðju!

Við komum brátt til mannabyggða til að versla föt og dót fyrir afmælispeningana mína hlakkar geggjað til! 

Þangað tl næst.......

Heiða og restin

Flettingar í dag: 3
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 3
Gestir í gær: 3
Samtals flettingar: 3894
Samtals gestir: 2699
Tölur uppfærðar: 16.7.2025 07:41:35

21 ára

atburður liðinn í

9 ár

10 daga

12 ára

atburður liðinn í

9 ár

10 ára

atburður liðinn í

8 ár

9 mánuði

1 dag

43 ára

atburður liðinn í

8 ár

9 mánuði

23 daga



Eldra efni

Um mig

Nafn:

Heiða, Kalli, Emil, Arndís Una og Kristinn Jón

Farsími:

861-4476

Afmælisdagur:

3.nóv, 23. sept. 6.júlí, 16.júlí, 15.okt.

Heimilisfang:

Hólmavík

Tenglar