Austurtúnsliðið
Myndageymslan okkar


01.07.2008 00:12

Ótitlað

Halló, setti inn nýjar myndir loksins. Hann Gummi kom nebbla (nefnilega) í heimsókn um helgina og bara lagaði tölvuna svo núna er hægt að blogga og solls (svoleiðis), takk ógó(ógeðslega) mikið Gummz(Gummi). Gleymdi myndavélinni heima um helgina svo að ég á engar myndir frá Hamingjudögum, sem betur fer kannski bara, skildist á fréttamiðlum alls staðar að mikil óhamingja hefði ríkt um helgina og allir hefðu verið að slást og æla. En ég varð ekki vör við nein ólæti nema kannski bara öskrin í mér þegar ég fékk hláturkast á ballinu með Veðurguðunum á lau.

En allavega þá er allt gott að frétta og enginn lasinn í augnablikinu og ég kveð að sinni.

Ps. orðin í svigunum hér fyrir ofan eru ætlaðir ellismellunum sem ekki skilja nútímaslangur og skoða síðuna reglulega(hæ mamma)

03.06.2008 15:27

Ótitlað

Jæja þá er best að blogga aftur og helst er það í fréttum að ég náði prófunum rétt svo, og tel ég það vera mjög góðan árangur miðað við heimanám mitt. Núna er Kalli farinn að girða garðinn og er mikil tilhlökkun í loftinu eftir að geta sett börnin útí garð án sífelldra áhyggja. Ég er farin að vinna á leikskólanum hálfan daginn og skemmti mér mjög vel.
    
    Núna tókst mér að setja inn myndir loooksins og eru öll komment vel þegin.


    
    Bless í bili

15.05.2008 17:48

BLOGG

Frá einkaritaranum :

Heimilishald í Austurtúni er í upplausn - húsmóðirin er á kafi í prófaundirbúningi.  Einkaritarinn hefur fengið fjölmörg skeyti um að skrifa nú eitt blogg þar sem það er liðinn rúmur mánuður frá síðustu skrifum maddömunnar sjálfrar og tók ég þeirri áskorun með glöðu geði.

En það sem er helst í fréttum er :

Kalli er búinn með bílskúrinn, vinnur á Fiskmarkaði og þeytist um á torfæruhjóli þegar tími gefst til.
Heiða kom ekkert að byggingu bílskúrsins en er að undirbúa sig undir próf í stærðfræði og íslensku en hún er, eins og alþjóð veit, í Versló (held ég)
Emil stundar skólann af kappi, þeytist út um allar trissur á torfæruhjóli með Kalla og á kærustu (hehe).
Arndís Una ljúflingur er allaf sami dugnaðarforkurinn, hjálpsöm og elskuleg.
Kristinn Jón er göngugarpur mikill og elskar að vera úti.  Horfna tönnin er á hægri niðurleið og hann er nánast búinn að ná þyngd systur sinnar.

Hef ekkert kíkt á gæludýrin á heimilinu og hef því ekki hugmynd um hvað þau eru að dunda sér við.

laekjarbrekka.is birtir svo nokkrar myndir af minnstu börnum heimilisins annað slagið en það er aldrei að vita nema undirrituð setji inn myndir af heimilisfólki svona vikulega svo fjarstaddir ættingjar og vinir gleymi ekki hvernig þetta lið er útlítandi :)

End of story

05.04.2008 13:24

Tannleysi

Jæja þá kom að því fyrsta slysið,  Kristinn datt og annaðhvort braut hann framtönn eða að hún hefur færst upp í góminn og mun þá koma aftur niður lífs eða liðin eftir nokkra mánuði.  Er búin að setja inn myndir í albúmið af Kristni með eina framtönn og líka af bílskúrnum en það er búið að klæða hann. 


   

10.03.2008 21:43

Mars

Jæja, langt síðan síðast, í fréttum er það helst að ég fékk gleraugu en sé nú alveg kolvitlaust með þeim. Veggirnir verða skakkir og skældir og myndirnar á veggjunum mjókka allar niður. Á eftir að hafa samband við þann sem seldi mér gleraugun og krefjast lagfæringar á þessu ekki seinna en strax. Mikið rosalega verð ég orðin pirruð  þegar ég loksins hringi á staðinn.
Við hjónaleysin skelltum okkur á góugleði hér á Hólmavík og var ég langglæsilegust og fallegust eins og venjulega. Kalla til mikillar gleði var hann kosinn í næstu nefnd og verður glatt á hjalla þá!

Börnin eru búin að vera nokkuð góð bara, engin sérstök veikindi bara svona smá skot. Arndís Una nennir ekki að leika við Kristin Jón en hún hefur mikinn áhuga á að leika við hana Emmu sem er jafngömul Kristni. Emil þarf ekkert að læra heima í þessari viku þar sem bekkurinn hans er að undirbúa sig fyrir árshátíð skólans og æfa leikrit. Það eina sem hann þarf að gera er að leggja línuna sína á minnið.

Kalli keypti sér snjósleða sumsé vélsleða af tryggingaruppboði og er búinn að gera hann upp. Hann er líka búinn að bruna upp á fjöllin hér í kring og er ekki lengi að því. Þessi sleði er núna til sölu!! Stórhættuleg tæki.

Nýjar myndir hér til hliðar

Lifið heil

21.02.2008 21:48

Í skólanum

Hæ hæ, er bara að láta vita af mér. Er í skólanum núna að stelast til að blogga, vona að Stína kennari sjái mig ekki úpps hún sá.
 Allt er gott að frétta, fingurinn er alveg að gróa, er að fara að fá mér gleraugu þar sem ég sé ekkert og að sjálfsögðu mun mynd fylgja með því.

Trallala æði fór í vax í dag og Igga hafði gaman af að rífa af mér hárin en hún er svona sadisti og fær kikk út úr að kvelja mig aðallega.

Fékk skólaleiði í næstum 2 vikur og hætti að læra og skrópaði í skólanum en er komin með æði fyrir skólanum aftur hallelúja.

Kv. Heiða

14.02.2008 12:39

Valentínusardagur



Þetta er mynd af baugfingri hægri handar hjá mér en hann er farinn að mynda sár af löngun í hring??

Allavega þá er ástardagurinn mikli í dag og ég fékk að sjálfsögðu kveðju í morgun frá henni Steinu minni og að sjálfsögðu fékk hún kveðju til baka. Hann Kalla hef ég ekki séð síðan kl 8 í morgun þar sem hann er útí skúr að dunda sér.

Í gær var íþróttahátíð Grunnskólans upp í íþróttaheimili og ég að sjálfsögðu mætti þangað, sá og sigraði. Tók myndir af atburðinum sem því miður var eytt fyrir mistök og er ég búin að gráta mjög.

Allir eru hressir, Emil er búinn að vera í prófum þessa viku sem hann lærði ekki fyrir (lærði bara fyrir eitt próf) og hann er í fríi á morgun. Við Kalli erum að spá í að fara til útlanda einhvern tíman og vantar bara pössun fyrir börnin og fiskana á meðan. Áhugasamir hafi samband bara hér fyrir neðan........

Fleira er ekki að sinni, verið þið sæl

10.02.2008 15:55

Börnin

Bara láta vita nýjustu fréttir af börnunum en núna er Emil hraustur bara með smá hósta, Kristinn er ekki með háan hita bara einhverjar kommur svona en hún Arndís Una sem ég hafði svo mikla trú á er veik. Hár hiti og beinverkir og ég sem hélt að hún myndi sleppa en jæja svona fór það.


Sjáið bara hvað kallinn er hress



 Soldið slöpp




Kristinn ágætlega hress að borða

Jæja þá er nóg komið af blaðri
sjáumst hress
Heiða

09.02.2008 15:01

Laugardagur

Jæja er heima soldið þunn, fór til Kristjönu í gærkvöldi með hvítvínsbeljuna mína sem lá undir skemmdum. Nú Kristjana átti líka hvítvínsbelju sem þurfti nauðsynlega að klára og við fengum Stínu yfir til að hjálpa til. Allt gekk rosalega vel hjá okkur og allt hvítvín kláraðist, er alveg ofboðslega fegin að allt hafi gengið eftir áætlun. Við fórum á rosa trúnó og grétum og hlógum til skiptis en vorum truflaðar af Kalla og Gunnari Braga sem ruddust inn. Býst við að trúnóið haldi áfram í kvöld eða á morgun.

GB á afmæli á morgun og er búinn að bjóða öllu þorpinu í partý til sín í kvöld, ætla að reyna að kíkja ef Emil nennir að passa aftur. Hann verður með svaka bollu í boðinu sem ég mun ekki smakka þar eð ég ætla að vera á bíl og er líka frekar heilbrigð á líkama og sál. En eins og allir vita eru bara fáráðlingar sem drekka bollu

Að lokum vil ég óska Unni frænku minni til hamingju með afmælið en hún er 19 ára í dag. Til hamingju Unnur þú ferð bara bráðum að ná mér en ég er 25 ára..........

Fólk er fífl.

Kveðja
Heiða 

ps.skrifa kannski eitthvað um börnin á morgun

08.02.2008 10:13

Veikindi og snósleðar

 Stóri strákurinn er búinn að vera veikur í viku núna og litli strákurinn byrjaði á sínum veikindum í gær. Stelpan hins vegar er fílhraust alveg eins og móðir sín

Pabbinn er í bílskúrnum hjá Óla og Láru að gera við snjósleðaruslið sem hann keypti á tryggingaruppboði í Reykjavík. Hlakka til þegar hann kemst í lag þar sem ég mun selja hann um leið. Vona að það fari að rigna svo að allur snjór fari og snósleðalúðarnir á staðnum hætti að keyra fram hjá húsinu mínu með tilheyrandi hávaða og látum. Finnst þeir ætti bara að semja sitt eigið lag frekar en að láta herra Jólaskraut 2007 sjá um það. En jæja nóg um það ætla samt að kynna strandatröllalagið fyrir Jóni Gnarr og athuga hvort ekki sé áhugi að hafa það með á næstu Tvíhöfðaplötu.

Bless bless í bili

06.02.2008 14:19

Heil og sæl

Já halló og gleðilegt ár og þannig. Veit að það er rosalega langt síðan ég bloggaði en svona er bara lífið en allavega þá setti ég nýjar myndir inn um daginn en átti eftir að merkja þær. Þessar myndir eru semsagt að mestu teknar af Unu sem er mjög góður myndasmiður eins og sjá má.

Er enn í Grunnmenntaskólanum og komin í fjarnám líka skráði mig í stæ 102 enn og aftur og ísl 203 og er nokkuð vongóð með mig. Ætla að skipta um lykilorð þar sem mér finnst orðið banani leiðinlegt.

Yfir og út

Heiða

23.12.2007 00:00

Glænýjar myndir

Þetta er tilkynning aðallega samt til móður minnar um að það séu komnar nýjar myndir í myndaalbúmið hér til hliðar.........

Annars allt fínt að frétta, búin að redda jólunum, núna fer ég bara að skreyta tréð og baða börnin......... Gleðileg jól

17.12.2007 10:25

Undirbúningurinn

Sælir, aðdáendur Heiðu og Kalla.
    Ritarinn mættur enn á ný, en ég fékk neyðarkall úr austrinu og beðin að blogga pínulítið fyrir austurlendingana. Þau eru gjörsamlega að drukkna í jólaundirbúningi ársins og hyggja á sína þriðju bæjarferð næstu daga, til jólagjafakaupa. Þær verða all svakalegar jólagjafirnar frá þeim í ár, ég er orðin svoooooo spennt.
   Baðherbergismálin ganga vel hjá þeim en væntanlega mun fjölskyldan þó halda áfram að stunda sjóböð eitthvað fram yfir áramót..... Það þarf nefninlega að byggja við húsið til að koma hornbaðkarinu á réttan stað.
Barnafréttir :
    Emil lék á gítar á tónleikum í kirkjunni við góðar undirtektir í síðustu viku. Hann passar nú loks í nýju jakkafötin sem móðir hans verslaði fyrir hann um árið (2001) og þau eru ekkert komin úr tísku. Það verður líka gaman að sjá hann í purpulrauðu jakkafötunum sem munu væntanlega passa þegar hann verður 26 ára.
    Arndís Una er hress og kát eins og alltaf, elskar að syngja og dansa og skottast. Hún stundar leikskólann af kappi og leikur við vini sína. Hún er nákvæmlega ekkert hrædd við Grýlu þrátt fyrir miklar væntingar þar um. Ég held hún hljóti að fá í skóinn, ekki að hún sé endilega stilltust, en hún er bara sætust og skemmtilegust.
    Kristinn Jón er bara góður, þó eyrnabólga hafi hrjáð hann upp á síðkastið. Hann er mjög stöðugur og trítlar um allt og skoðar allt. Foreldrarnir standa nú í harðvítugri deilu um hvort eigi að senda sveininn í klippingu fyrir þessi jól eða ekki. Heiða vill láta klippa lokkana og setja nokkrar strípur en Kalli vill leyfa hárinu að vaxa svo hægt sé að setja í hann dreadlocks í vor.  Héraðsdómur fjallaði um málið og úrskurðaði að drengurinn skuli snoðaður, málinu var skotið til Hæstaréttar.....

13.12.2007 11:14

Flutningar

Jæja þá erum við flutt heim til Láru í nokkra daga á meðan Kalli gerir upp baðherbergið. Fluttum á Laugardeginum 8.des sem er til lukku og einmitt þá um kvöldið skelltum við okkur á ball, með bestu barnapössun í bænum vorum við nokkuð örugg með að þurfa ekki að fara snemma heim , Nú morguninn eftir þá sá Unnur frænka mín um litlu börnin mín og stóð hún sig með prýði, takk takk Unnur. Sunnudeginum var að mestu eytt í leti og ekki var mikið gert við baðherbergið þá en við unnum það upp á mánudeginum. Í dag er fimmtudagur og hálft baðherbergið er flísalagt og ætlum við að flytja í kvöld aftur heim, vona bara að heimilsfólkið á Kópnesbrautinni sakni okkar ekki of mikið en það er nú alltaf hægt að droppa við og fá kaffisopa hjá okkur.

En allavega þá ætla ég að setja inn myndir af flottustu jólaskreytingunni hér á Hólmavík seinna í dag eða í kvöld og ég veit að þið verðið að þið verðið hrifin..........

14.11.2007 00:04

Jólin

Ritarinn ógurlegi mættur á svæðið á ný skv. beiðni dívunnar og ætlunin er að tæpa á því helsta sem hefur verið á döfinni síðustu daga.
Ákveðið var að breyta lykilorði inn á síðuna til að tryggja einkalíf fjölskyldunnar þar sem skuggalegur fjöldi heimsókna var skráður á síðuna.
Mjög arðbær viðskipti áttu sér stað þegar fjölskyldan fjárfesti í fjórum gúbbífiskum ásamt búri og tilheyrandi græjum.  Strax á öðrum degi margfaldaðist fiskfjöldinn þegar ógrynni af sæðum... nei seyðum fór að synda um búrið.
Kristinn Jón er nú orðinn enn öruggari með sig á röltinu.  Hann er svo sniðugur að hann notar bumbuna sem jafnvægisslá þannig að það er tilgangur með þessari miklu matarlyst drengsins.  Foreldrar hans voru mjög rausnarlegir og splæstu á hann 66 gráður norður flísgalla, dökkbrúnum að lit.
Arndís Una fékk líka fatnað frá 66 gráðum norður, ljósbrúna flíspeysu.  Emil litli fékk svo ekki nokkurn skapaðan hlut.....
Ekki var farið með börnin á leikskóla í dag þar sem börnin voru frekar þreytt eftir ferðalag gærdagsins en stefnt er á að fara með þau í býtið í fyrramálið.  Ritarinn vill hvetja fólk til að skoða heimasíðu leikskólans 123.is/laekjarbrekka en þar sjást Arndís og Kristinn í leik og starfi.
Húsmóðirin fór í skólann í kvöld og lærði þar smá ensku á meðan húsbóndinn gætti barna og eldaði matinn (held ég).
Fleira er ekki að frétta í dag.
Flettingar í dag: 7
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 3
Gestir í gær: 3
Samtals flettingar: 3898
Samtals gestir: 2701
Tölur uppfærðar: 16.7.2025 14:55:52

21 ára

atburður liðinn í

9 ár

10 daga

12 ára

atburður liðinn í

9 ár

10 ára

atburður liðinn í

8 ár

9 mánuði

1 dag

43 ára

atburður liðinn í

8 ár

9 mánuði

23 daga



Eldra efni

Um mig

Nafn:

Heiða, Kalli, Emil, Arndís Una og Kristinn Jón

Farsími:

861-4476

Afmælisdagur:

3.nóv, 23. sept. 6.júlí, 16.júlí, 15.okt.

Heimilisfang:

Hólmavík

Tenglar