Austurtúnsliðið
Myndageymslan okkar


09.10.2010 23:56

Ótitlað

Heil og sæl, nú eru komnar inn myndir frá sumrinu, sumar hverjar nokkuð góðar þó ég segi sjálf frá ;-)
Einnig setti ég inn myndband af börnum, hundi og lambi. En allavega rákum við inn í dag sem tók aðeins um 1 1/2 klst. þar sem rollurnar frá Klúku voru snarvitlausar og vildu alls ekki þýðast okkur. Nú vinnumaðurinn minn (Kalli) missti sig örlítið í pirringi en það er nú allt búið að jafna sig núna sem betur fer.
 Eftir innreksturinn tókum við hrútana frá og fórum með þá út á Heiðarbæ þar sem slátrun stóð yfir.
Einn hrútanna átti svo sannarlega skilið að komast á vit forfeðra sinn þar sem hann hafði unnið til þess með því að mölva báðar hliðarrúðurnar á fjölskyldubílnum, en hann var settur í bílinn vegna plássleysis á fjárvagninum.

En allavega þá eigum við í dag 10 ágæt læri, 5 hryggi og restin í súpukjöt svo var Steina gamla tekin líka og verður hún blessunin hökkuð niður og restin notuð í gúllas og kannski kæfu namminamm.

Við stefnum að því að vera með 25 kindur í vetur svo að næsta haust fæ ég þokkalega mikið af kjöti og verð þá væntanlega með læri 2x í viku og hrygg 1x í viku. Vonandi mætir einhver af þessu sunnanliði þá í mat. Verð með tilbúna gestaíbúð innan skamms og vonast eftir að sjá sem flesta.

Kiss kiss, fjölskyldan á Hólmavík
Flettingar í dag: 274
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 3
Gestir í gær: 3
Samtals flettingar: 4165
Samtals gestir: 2732
Tölur uppfærðar: 16.7.2025 19:11:34

21 ára

atburður liðinn í

9 ár

10 daga

12 ára

atburður liðinn í

9 ár

10 ára

atburður liðinn í

8 ár

9 mánuði

1 dag

43 ára

atburður liðinn í

8 ár

9 mánuði

23 daga



Eldra efni

Um mig

Nafn:

Heiða, Kalli, Emil, Arndís Una og Kristinn Jón

Farsími:

861-4476

Afmælisdagur:

3.nóv, 23. sept. 6.júlí, 16.júlí, 15.okt.

Heimilisfang:

Hólmavík

Tenglar