Amma mín, Steingerður lést þann 24. ágúst síðastliðinn og fórum við fjölskyldan í jarðarför hennar 7.september í Grenivík. Hún hefði orðið 90 ára í dag. Setti inn myndir af Grenivíkurför okkar.
Er byrjuð Frumgreinanámi og þarf að reikna ótrúlega mikið en er ekki alveg búin að koma mér í rútínuna að reikna á morgnana og vinna eftir hádegi. Er meira svona að bíða eftir að fara að vinna og get þar af leiðandi ekki einbeitt mér að stærðfræðinni.
Kalli skrapp í bæinn til að kaupa sér risasjónvarp (hann verður 35 ára á þriðjudaginn svo hann má það). Hlakka til þegar ég verð 32 ára þá ætla ég að fá mér nýtt sófasett. :)
Jæja verð að byrja að reikna sjáumst seinna
Heiða