17.12.2007 10:25
Sælir, aðdáendur Heiðu og Kalla.
Ritarinn mættur enn á ný, en ég fékk neyðarkall úr austrinu og beðin að blogga pínulítið fyrir austurlendingana. Þau eru gjörsamlega að drukkna í jólaundirbúningi ársins og hyggja á sína þriðju bæjarferð næstu daga, til jólagjafakaupa. Þær verða all svakalegar jólagjafirnar frá þeim í ár, ég er orðin svoooooo spennt.
Baðherbergismálin ganga vel hjá þeim en væntanlega mun fjölskyldan þó halda áfram að stunda sjóböð eitthvað fram yfir áramót..... Það þarf nefninlega að byggja við húsið til að koma hornbaðkarinu á réttan stað.
Barnafréttir :
Emil lék á gítar á tónleikum í kirkjunni við góðar undirtektir í síðustu viku. Hann passar nú loks í nýju jakkafötin sem móðir hans verslaði fyrir hann um árið (2001) og þau eru ekkert komin úr tísku. Það verður líka gaman að sjá hann í purpulrauðu jakkafötunum sem munu væntanlega passa þegar hann verður 26 ára.
Arndís Una er hress og kát eins og alltaf, elskar að syngja og dansa og skottast. Hún stundar leikskólann af kappi og leikur við vini sína. Hún er nákvæmlega ekkert hrædd við Grýlu þrátt fyrir miklar væntingar þar um. Ég held hún hljóti að fá í skóinn, ekki að hún sé endilega stilltust, en hún er bara sætust og skemmtilegust.
Kristinn Jón er bara góður, þó eyrnabólga hafi hrjáð hann upp á síðkastið. Hann er mjög stöðugur og trítlar um allt og skoðar allt. Foreldrarnir standa nú í harðvítugri deilu um hvort eigi að senda sveininn í klippingu fyrir þessi jól eða ekki. Heiða vill láta klippa lokkana og setja nokkrar strípur en Kalli vill leyfa hárinu að vaxa svo hægt sé að setja í hann dreadlocks í vor. Héraðsdómur fjallaði um málið og úrskurðaði að drengurinn skuli snoðaður, málinu var skotið til Hæstaréttar.....