14.11.2007 00:04
Ritarinn ógurlegi mættur á svæðið á ný skv. beiðni dívunnar og ætlunin er að tæpa á því helsta sem hefur verið á döfinni síðustu daga.
Ákveðið var að breyta lykilorði inn á síðuna til að tryggja einkalíf fjölskyldunnar þar sem skuggalegur fjöldi heimsókna var skráður á síðuna.
Mjög arðbær viðskipti áttu sér stað þegar fjölskyldan fjárfesti í fjórum gúbbífiskum ásamt búri og tilheyrandi græjum. Strax á öðrum degi margfaldaðist fiskfjöldinn þegar ógrynni af sæðum... nei seyðum fór að synda um búrið.
Kristinn Jón er nú orðinn enn öruggari með sig á röltinu. Hann er svo sniðugur að hann notar bumbuna sem jafnvægisslá þannig að það er tilgangur með þessari miklu matarlyst drengsins. Foreldrar hans voru mjög rausnarlegir og splæstu á hann 66 gráður norður flísgalla, dökkbrúnum að lit.
Arndís Una fékk líka fatnað frá 66 gráðum norður, ljósbrúna flíspeysu. Emil litli fékk svo ekki nokkurn skapaðan hlut.....
Ekki var farið með börnin á leikskóla í dag þar sem börnin voru frekar þreytt eftir ferðalag gærdagsins en stefnt er á að fara með þau í býtið í fyrramálið. Ritarinn vill hvetja fólk til að skoða heimasíðu leikskólans 123.is/laekjarbrekka en þar sjást Arndís og Kristinn í leik og starfi.
Húsmóðirin fór í skólann í kvöld og lærði þar smá ensku á meðan húsbóndinn gætti barna og eldaði matinn (held ég).
Fleira er ekki að frétta í dag.