í dag er mikill hátíðisdagur, Heiða á afmæli í dag
Heiðu hafa borist afmæliskveðjur úr flestum heimshornum og tilskipanir hafa verið sendar opinberum aðilum um að í dag sé opinber fánadagur. Í tilefni dagsins er stórveisla að Austurtúni 1 og hefst móttaka veislugesta kl. 15 stundvíslega með áfengum kokteil og snittum. Fjörið mun svo halda áfram á Café Riis fram eftir nóttu þar sem afmælisbarnið verður með danssýningu stundvíslega kl. 01:00. Þess má geta að afmælisbarnið er orðið mjög fit og flott eftir Garpasund vetrarins og ætlar í því tilefni að skarta nýja mjög stutta pilsinu sínu.
Aðrar fréttir úr húsinu eru eftirfarandi :
Kalli er sífellt á gröfunni út í kirkjugarði að grafa skurði og þykir okkur þetta afar dularfullt áhugamál og erum við stöðugt á varðbergi.
Kristinn litli er að ná sér af pestinni og þegar ritari kíkti í húsið á föstudagskvöld hafði drengurinn tekið um 9 skref óstuddur. Til hamingju með það litli kall.
Arndís Una unir sér hið besta á leikskólanum og það er gaman að skoða myndir af þessu sakleysislega andliti á heimasíðu leikskólans. Móðir hennar tjáði mér í símtali að hún hafi einungis rekið upp eitt morgunöskur á föstudeginum og telst það til tíðinda.
Emil afrekaði það að læra eftir skóla á föstudag og var umbunað með Ísafjarðarferð, en nánast öll börn bæjarins dveljast þar um helgina í þeim tilgangi að spila fótbolta.
Fleiri íbúar eru nú ekki í þessu húsi en skorað er á Kalla að leggjast nú hjá Heiðu í tilefni dagsins og þá er aldrei að vita nema fleiri íbúar bætist við í húsið. Nú ef ekki þá mæli ég með því að þið fáið ykkur kött.