Ritarinn skrifar :
Hef verið ráðin ritari bloggsíðurnnar Heidacool en ekki hefur verið gerður samningur um gerð bloggsins, hvort síðan á að vera jolly og fun eða þurr og leiðinleg. Launakjör verða samkvæmt taxta forsetaritara.
Helstu fréttir úr húsinu eru :
Kristinn Jón er lasinn í dag og heimilisfólkið í Austurtúninu skiptist á að reyna að hafa ofan fyrir barninu.
Heiða fór í skólann og stóð sig að eigin sögn með prýði í enskunáminu. (annað en sumir) Hún fékk sér kjötbollur í kvöldmat.
Karl gætti barna og bús eftir að hafa sinnt Fiskmarkaðinum, fékk reikning frá KSH og langar i jeppa.
Emil er orðinn hress eftir smá lasleika og fer væntanlega á Ísafjörð um helgina eins og hin börn bæjarins.
Arndís Una fékk Veigu í heimsókn eftir leikskóla og dunduðu þær sér saman í klukkutíma.
Annars allt með kyrrum kjörum í Austurtúninu.
Ritarinn kveður.
