29.09.2007 10:01
Jæja þá er búið að skíra barnið sem er dauðfegið því að vera komið í kristinna manna tölu. Hann heitir þá bara Hreggviður Ófeigur Jón :) En allavega þá var skírnarathöfnin akkúrat eins og ég hafði hugsað mér hana einföld og stutt, barnið grét ekkert en þess í stað röflaði hann bara þegar presturinn talaði en það var nú bara sætt. Það eru komnar myndir af atburðinum sumar ekki í fókus en svona er þetta bara.
Lifið heil