Jæja þá ætla ég loksins að blogga smá eftir langan tíma. En í fréttum er það helst að við fluttum í "nýja" húsið fyrir svona 1 1/2 mánuði síðan, ég hélt upp á afmælið hennar Unu og bauð öllum krökkum sem eru ári eldri en hún þar sem hún á engan jafnaldra hér og er búin að setja myndir af því inn.
Fórum til Akureyris

(nú fæ ég fullt af kommentum um málfarsvillur)´og vorum í lúxusbústað þar rétt fyrir utan, fórum að heimsækja ömmu í Grenivík og Gunnar frænda.
Loks fórum við á ættarmót í Húnaveri og hittum ættingja Kalla, skoðuðum Blönduvirkjun og skelltum okkur í dýrindis kaffi og tertuhlaðborð.
Bless í bili