Jæja fann loksins myndavélina og setti inn fuuuulllt af myndum. En af okkur er það að frétta að við fórum til RVK á dögunum og keyptum allar jólagjafir, en þetta er í fyrsta skipti sem ég hef verið svona tímanlega í þessu. Nú get ég bara slakað á og bakað eða eitthvað kannski dansað soldið en það er eitt af mínum uppáhalds áhugamálum (og Kalla). Best þykir mér að dansa í kringum jólatré og er að fara setja eitt svoleiðis upp á allra næstu dögum. En allavega þá var þetta bara grín með dansinn, ég bara hafði ekkert að segja.
Kv. Heiða