Austurtúnsliðið
Myndageymslan okkar


21.12.2010 12:23

Jólakveðja


 Hér erum við hjá fjárhúsunum sem við fjárfestum í síðasta sumar.



Elsku Arndís Una og Kristinn Jón búin að setja upp sparibrosin.



Kalli veiðimaður, mjög ánægður með fenginn :-) Börnin horfa forviða á.



Kæru ættingjar og vinir nær og fjær

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Því miður var ekki tími til að senda mynd með jólakortunum þetta árið (og árið þar áður líka)
svo að við ákváðum að gera þetta svona, vona að allir njóti!!

09.10.2010 23:56

Ótitlað

Heil og sæl, nú eru komnar inn myndir frá sumrinu, sumar hverjar nokkuð góðar þó ég segi sjálf frá ;-)
Einnig setti ég inn myndband af börnum, hundi og lambi. En allavega rákum við inn í dag sem tók aðeins um 1 1/2 klst. þar sem rollurnar frá Klúku voru snarvitlausar og vildu alls ekki þýðast okkur. Nú vinnumaðurinn minn (Kalli) missti sig örlítið í pirringi en það er nú allt búið að jafna sig núna sem betur fer.
 Eftir innreksturinn tókum við hrútana frá og fórum með þá út á Heiðarbæ þar sem slátrun stóð yfir.
Einn hrútanna átti svo sannarlega skilið að komast á vit forfeðra sinn þar sem hann hafði unnið til þess með því að mölva báðar hliðarrúðurnar á fjölskyldubílnum, en hann var settur í bílinn vegna plássleysis á fjárvagninum.

En allavega þá eigum við í dag 10 ágæt læri, 5 hryggi og restin í súpukjöt svo var Steina gamla tekin líka og verður hún blessunin hökkuð niður og restin notuð í gúllas og kannski kæfu namminamm.

Við stefnum að því að vera með 25 kindur í vetur svo að næsta haust fæ ég þokkalega mikið af kjöti og verð þá væntanlega með læri 2x í viku og hrygg 1x í viku. Vonandi mætir einhver af þessu sunnanliði þá í mat. Verð með tilbúna gestaíbúð innan skamms og vonast eftir að sjá sem flesta.

Kiss kiss, fjölskyldan á Hólmavík

18.02.2010 09:15

Ótitlað

Nýjar og glæsilegar myndir í albúmi emoticon

08.06.2009 22:04

Ótitlað

Heil og sæl, myndir eru komnar inn af fermingarundirbúningi og veislunni, vantar bara myndir úr kirkjunni og reyni að finna þær við fyrsta tækifæri.

Kv. Heiða

11.05.2009 23:54

Ótitlað

Heil og sæl! Nú er fermingarundirbúningurinn komin á skrið og skálinn fer alveg að rísa. Nýjar myndir eru komnar inn, endilega skoðið emoticon .
        Í fréttum er það helst að Arndís Una er farin að sofa sjálf í sínu eigin herbergi en enginn bjóst við því næstu 5 árin en kraftaverkin gerast emoticon . Þá er planið að Kristinn fari líka inn í sitt herbergi einhverntíman á árinu. Ég er að vinna á leikskólanum núna en reyni eins og ég get að hreyfa hundinn reglulega og sjálfa mig í leiðinni að sjálfsögðuemoticon . Kalli er á fullu að verka grásleppuhrogn og smíða garðskála. Emil er fluttur í kjallarann í stórt herbergi þar sem engin börn trufla hann en hann mætti nú vera duglegri við tiltektina emoticon . Er soldið hrifin af þessum brosköllum emoticon  og mun nota þá meira í næstu bloggum sem verða kannski fleiri (eða ekki?).

Bless í bili

Heiða

26.02.2009 16:35

Ótitlað

Jæja þá er Bollu-Sprengi og öskudagur búnir og allt gekk svona ljómandi vel. Bakaði bollur, sauð saltkjöt og fór á grímuball. Nýjar myndir eru komnar inn fyrir þá sem vilja.

Nenni ekki að skrifa meir, bless í bili

07.01.2009 20:16

Ótitlað

 Ótrúlega spennt fyrir kvöldmatnum sem var kakósúpa

 Una sæta að pósa fyrir mömmu sína




 Voða hress eftir mat



 Þessi fór svo í bað

02.01.2009 20:44

Gleðileg jól og gleðilegt ár!!

Jæja gott fólk, í fréttum er þetta helst: höfðum það voðalega gott um jólin og átum á okkur gat, áramótunum eyddum við hjá Láru og co. Mamma, Hrund og Áróra komu til okkar og móðir mín gætti barnanna á meðan við hjónaleysin fögnuðum nýju ári. Aumingja Boli minn trylltist á meðan á flugeldunum stóð og ætla ég að krefjast lögbanns á þessu strax á mánudaginn.

Þóra mágkona og börn ætla að renna sér á Hólmavíkina á morgun og þar af leiðandi verður mjög mikið að gera hjá mér um helgina við að sýna Þóru það helsta hér, vona bara að ég hafi nógu mikinn tíma þar sem hún stoppar frekar stutt og margt er að sjá. Já og hann Kalli er kominn með facebook!!!

Heyrumst seinna

Heiða

ps. nýjar myndir eru komnar inn.

26.11.2008 22:54

Ótitlað

Gott kvöld, af okkur er þetta helst að frétta: Una og Kristinn eru bæði lasin eru með pestina sem tekur viku að ganga yfir. Þau eru orðin heldur pirruð á inniverunni en lagast þegar þau fá gotterí og kók í smástund allavega. Emil hefur sem betur fer sloppið við öll veikindi og er komin með herbergi í kjallaranum sem er mun stærra og flottara en gamla herbergið. Þannig að Una og Kristinn eru komin með sérherbergi og vonast ég til að þau jafnvel sofi þar einhverntíman. Boli er hress en hann hefur ekkert komist út í göngu vegna tímaleysis eiganda og þarf breytingu þar á sem verður fljótlega. Komnar nýjar myndir af kjallarherberginu og kertagerðinni ásamt að sjálfsögðu börnunum og hundinum.

Kær kveðja Heiða

14.11.2008 18:37

Ótitlað

Góðan dag. Ég var að setja inn 2 myndbönd af Unu þar sem hún syngur nokkur lög, það sést ekkert þar sem við földum myndavélina svo ekki láta ykkur bregða. Bara hlusta og njóta. Einnig setti ég inn myndir, samt ekki af kertum þær koma bara næst.

Kv. Heiða

03.11.2008 21:22

Afmæli

Ég á afmæli í dag og vildi bara óska sjálfri mér innilega til hamingju með daginn. Veðrið er ógeðslegt, blautt og vindasamt. Ætla að halda veislu mér til heiðurs á eftir og bjóða eingöngu upp á megrunarrétti þar sem mér finnst allir vera orðnir svo feitir. Er enn að jafna mig eftir helgina en það var tekið feitt á því og þar af leiðandi er ég komin í stífa megrun. en allavega þá á ég nóg af kaffi ef einhver vill kíkja á mig í dag eða kvöld.

Kv. Heiða

24.10.2008 08:57

Ótitlað

Jæja halló, allt er gott að frétta héðan börnin góð og hundurinn viljugur í gönguferðir. Efast ekkert um að ég léttist um einhver 20 kg á árinu, er svo mikið að hreyfa mig ;) Ef ég er ekki að leika við hundinn þá við börnin og ef ekki þau þá leik ég við Kalla. Boli er orðinn húsvanur heima hjá sér en ég er ekki viss hvernig hann væri á öðrum stöðum en það kemur nú bara í ljós þegar ég flækist um allt land með hann. Þetta er nú bara smá piss og einfalt að þrífa það upp. Veit að mamma og Hrund bíða spenntar eftir næstu Reykjavíkurferð. Nú svo er náttúrúlega soldið einfaldara að skreppa með hann undir fjöllin en þá getur hann verið mestmegnis úti og ég gæti trúað því að tengdaforeldrar mínir vilji eiga hann eftir að hafa umgengist hann smástund og sjá hvað hann er ljúfur og góður.



ohhhh litla krúsibollan

Núna er smiður að nafni Ómar hjá okkur og hann og Kalli eru niðri í kjallara að útbúa herbergi handa Emil eða bara gestaherbergi ef Emil vill ekki vera langt frá okkur fjölskyldunni og eru komnar inn myndir fyrir breytingu, síðar mun ég setja mynd eftir breytingu. Já og svo erum við að spá í að biðja hann Ómar um að smíða forstofuskáp og kannski skáp utan um þvottavélina og þurrkarann.

Bless bless í bili

16.10.2008 22:02

Ótitlað




Þetta er eina myndin sem náðist af afmælisbarninu með kórónuna sína en hann var í frekar vondu skapi þennan daginn.



Og hérna er nýjasti meðlimur þessarar fjölskyldu, hann heitir Boli og er um það bil 3 mánaða.




Glæsileg skepna!!!!



Erum við mæðginin ekki svolítið lík????

Bless bless í bili

Kv. Heiða og gengið












17.09.2008 10:21

Ótitlað

Amma mín, Steingerður lést þann 24. ágúst síðastliðinn og fórum við fjölskyldan í jarðarför hennar 7.september í Grenivík. Hún hefði orðið 90 ára í dag. Setti inn myndir af Grenivíkurför okkar.

Er byrjuð Frumgreinanámi og þarf að reikna ótrúlega mikið en er ekki alveg búin að koma mér í rútínuna að reikna á morgnana og vinna eftir hádegi. Er meira svona að bíða eftir að fara að vinna og get þar af leiðandi ekki einbeitt mér að stærðfræðinni.

Kalli skrapp í bæinn til að kaupa sér risasjónvarp (hann verður 35 ára á þriðjudaginn svo hann má það). Hlakka til þegar ég verð 32 ára þá ætla ég að fá mér nýtt sófasett. :)

Jæja verð að byrja að reikna sjáumst seinna

Heiða

11.08.2008 12:09

Ótitlað

Jæja, þá er best að blogga. Í fréttum er þetta helst, sumarfríið heldur áfram og ég byrja að vinna 18.ágúst. Emil skellti sér í viku ferð til Benedorm með systrum mínum og nokkrum börnum þeirra. Erum búin að fara í smá ferðalag en við komum við á Grundarfirði á leiðinni á Suðurlandið og gistum á hótel Framnesi. Svo tókum við hring í kringum Snæfellsnesið og komum við á Búðum í rosa góðu veðri og skelltum okkur aðeins á ströndina. Brunuðum svo beint undir Fjöllin og vorum þar í nokkra daga. Afi hans Kalla lést þann 6.ágúst síðastliðinn og verður jarðarförin þann 15.ágúst í Kópavogskirkju.
Setti inn nýjar myndir                                                               

Flettingar í dag: 7
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 3
Gestir í gær: 3
Samtals flettingar: 3898
Samtals gestir: 2701
Tölur uppfærðar: 16.7.2025 14:55:52

21 ára

atburður liðinn í

9 ár

10 daga

12 ára

atburður liðinn í

9 ár

10 ára

atburður liðinn í

8 ár

9 mánuði

1 dag

43 ára

atburður liðinn í

8 ár

9 mánuði

23 daga



Eldra efni

Um mig

Nafn:

Heiða, Kalli, Emil, Arndís Una og Kristinn Jón

Farsími:

861-4476

Afmælisdagur:

3.nóv, 23. sept. 6.júlí, 16.júlí, 15.okt.

Heimilisfang:

Hólmavík

Tenglar