Heil og sæl! Nú er fermingarundirbúningurinn komin á skrið og skálinn fer alveg að rísa. Nýjar myndir eru komnar inn, endilega skoðið

.
Í fréttum er það helst að Arndís Una er farin að sofa sjálf í sínu eigin herbergi en enginn bjóst við því næstu 5 árin en kraftaverkin gerast

. Þá er planið að Kristinn fari líka inn í sitt herbergi einhverntíman á árinu. Ég er að vinna á leikskólanum núna en reyni eins og ég get að hreyfa hundinn reglulega og sjálfa mig í leiðinni að sjálfsögðu

. Kalli er á fullu að verka grásleppuhrogn og smíða garðskála. Emil er fluttur í kjallarann í stórt herbergi þar sem engin börn trufla hann en hann mætti nú vera duglegri við tiltektina

. Er soldið hrifin af þessum brosköllum

og mun nota þá meira í næstu bloggum sem verða kannski fleiri (eða ekki?).
Bless í bili
Heiða